Gentiana robusta

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
robusta
Íslenskt nafn
Sunnuvöndur*
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Samheiti
Gentiana lhakangensis C. Marquand; G. pharica Burkill; G. tibetica var. robusta (King ex J. D. Hooker) Kusnezow.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Gulleitur, grænleit til gulhvítur.
Blómgunartími
Síðsumars og fram á haust.
Hæð
10-30 sm
Vaxtarlag
Fjölæringar 10-30 sm háir. Rætur 20 x 1,5 sm. Stönglar uppsveigðir, ógreindir, hárlausir. Leggur grunnlaufa 2-3 sm, himnukenndur, laufblaðkan oddbaugótt-lensulaga til egglaga-oddbaugótt, 8-23 x 2-4,5 sm, mjókka að grunni, jaðar snarpur, langydd, 3-5 tauga. Stöngullauf 3-5 pör, laufleggur um 2 sm, styttast eftir því sem ofar dregur, himnukenndur, laufblaðkan lensulaga, 3,5-6,5 x 0,7-1,7 sm, snubbótt við grunninn, jaðar snarpur, langydd, 1-3 tauga, efstu laufin legglaus, útstæð, lykja um blómkollinn. Blómskipanirnar í endastæðum þyrpingum, margblóma, stundum líka fáblóma krans í blaðöxlunum, sjaldan neðan við toppinn á greinum sem minna á blómskipunarlegg.
Lýsing
Blómin legglaus. Bikarpípa 1,2-2 sm, himnukennd, klofin á einni hlið. Flipar (3-)5, þráðlaga, misstórir. Krónan gulhvít, grænhvít eða gulgræn, pípu-bjöllulaga til bjöllulaga, 3-3,5 sm, flipar egglaga til egglaga-þríhyrnd, 5-6 mm, jaðar heilrendir, fliparnir hvassyddir til snubbóttir, ginleppar þríhyrndir til þverstýfðir, 2-2,5 mm, ósamhverfir, jaðrar smátenntir. Fræflar festir við meðsta hluta krónupípunnar, frjóþræðir 1-1,3 sm, frjóhnappar mjó-oddbaugóttir, 2,5-3 mm. Stíll 2-2,5 mm, flipar frænis aflangir. Aldinhýði egglaga-sporvala, 1,8-2 sm, eggbúsberi 2-3 mm. Fræin dökkbrún, mjó-sporvala, 1,5-1,7 mm.
Uppruni
Himalaja, V Kína.
Heimildir
= 2, Flora of China http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200018066
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í steinhæðir.
Reynsla
Harðgerð og auðræktuð planta. Er í E4 frá 2002. Vex í útjöðrum ræktaðs lands, vegköntum og í engjum til fjalla í 3500-4800 m hæð í V-Kína (S and SE Xizang), Nepal og Sikkim (Himalaja).