Gentiana septemfida

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
septemfida
Íslenskt nafn
Klukkuvöndur
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Dökkblár eða purpura.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
30-35 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur. Margir jarðlægir til uppréttir stönglar, allt að 30 sm, 10-16 liðir.
Lýsing
Lauf breytileg, þau neðstu hreisturlík, þau næstu egg- og hjartalaga, þau efstu (á stönglinum) mjó-egglaga og hjartalaga eða lensulaga til bandlaga, mjókka í endann, stærstu laufin allt að 4 x 2,5 sm.Blóm 1-5 saman í blaðöxlum efstu laufa. Bikarflipar, krónuflipar og fræflar 5-7. Bikarflipar 6-12 mm, flipar uppréttir, breytilegir að lögun, um það bil jafnlangir og pípan. Króna 2,5-4 sm, bjöllulaga, dökkblá eða purpura, stundum gulhvít eða nær hvít við grunninn. Krónuflipar þríhyrndir, yddir. Ginleppar kögraðir eða klofnir í mjóar ræmur. Aldinhýði leggstutt.
Uppruni
Tyrkland, N Íran, Kákasus.
Harka
3
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting að vori (bestur ef honum er sjaldan skipt), sáning að hausti, stöngulgræðlingar fyrir blómgun.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í kanta, í steinhæðir.
Reynsla
Mjög auðveld í ræktun, blómviljug tegund, harðgerð, nokkrar plöntur eru í E4 meðal annars frá 1992. Skipta sem sjaldnast eins og öðrum vöndum.
Yrki og undirteg.
'Doeringiana' er 15 sm há, djúp blá blóm.'Hascombensis' er með upprétta stöngla, allt að 30 sm háa, með margblóma klasa af mjóum bjöllulaga blómum, dálítið ljósari á lit en blóm aðaltegundarinnar, með dökkar freknur á innra borði (talin vera blendingur af G. septemfida f. latifolia og G. septemfida v. lagodechiana Kuzn.). 'Latifolia' er með breið blöð.f. olivana er þéttvaxin, upprétt,12-15 sm há planta með mörg dökkblá blóm í kollum, flest með 6-7 flipa.var. cordifolia (Koch) Boiss. Stönglar, stuttir, jarðlægir. Lauf breiðari, hálfkringlótt til breið-hjartalaga, blómin stök eða fá.var. lagodechiana Kusn. er með greinótta stöngla, blómin stök, hikarpípa stutt, flipar samandregnir við grunninn.