Gentiana sino-ornata

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
sino-ornata
Yrki form
'Praecox'
Íslenskt nafn
Kínavöndur
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærblár.
Blómgunartími
September-nóvember.
Hæð
5-10 sm
Vaxtarlag
Jarðlæg breiða.
Lýsing
Blómin eru með legg. Krónan pípu- til trektlaga. Blómstrar 2-3 vikum fyrr en aðaltegundin. Blómin eru skærblá, sjást að langar leiðir í september-nóvember.
Uppruni
Yrki.
Harka
6
Heimildir
= 1, Köhlein: Gentians.
Fjölgun
Skipting að vori.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð, í breiður, í ker.
Reynsla
Harðgerð planta.