Gentiana trichotoma

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
trichotoma
Íslenskt nafn
Fagurvöndur*
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
30-50 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, upprétt, allt að 40 sm há, en stundum hærri í ræktun. Stönglar eru fáir (1-3), uppréttir, ógreindir, hárlausir.
Lýsing
Grunnlaufin í 2-5 uppréttum hvirfingum. Blaðleggir 1,5-5 sm, himnukenndir. Blaðkan bandlaga, mjó oddbaugótt eða öfuglensulaga, 2-8 sm x 3-13 mm, mjókkar að grunni, snubbótt, 3-tauga. Stöngullauf í 3-5 pörum. Stöngullauf lík grunnlaufunum en minni með 1-3 taugar, blaðleggir stönglullaufa allt að 2,5 sm, styttast eftir því sem ofar dregur á stönglinum og eru því sem næst legglaus efst. Blóm nokkur í þrígreindum endastæðum skúf (og einnig stundum í blaðöxlum). Blómstönglar 0,5-5 sm. Krónan djúpblá, ljósari og doppótt innan, pípulaga, 4-5 sm, flipar egglaga, heilrendir, snubbóttir, 3-4,5 mm. Ginleppar fíntenntir. Aldinhýði með legg.
Uppruni
V Kína.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
8
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori auðveld, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
Reynsla
Harðgerð planta og hefur reynst vel í Lystigarðinum - mjög falleg tegund með sérstæðan blómlit.