Gentiana triflora

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
triflora
Ssp./var
f. japonica
Höfundur undirteg.
(Kusn.) Vorosch.
Íslenskt nafn
Keisaravöndur
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Blár til ljósblár.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
80 sm
Vaxtarlag
Hárlaus fjölær jurt upprétt og ögn bláleit, 30-80 sm há með grófa jarðstöngla. Stönglar fölgrænir til ögn brúnrauðir, nokkur neðstu laufpörin eru mjög minnkuð í stutt slíður.
Lýsing
Efri lauf lensulaga til breiðlensulaga, 6-10 sm löng, 1-2,5 sm breið, 3-tauga, mjókka smám saman fram í oddinn, heilrend, legglaus, bláleit neðan, stöðblöð band-öfuglensulaga, styttri en bikarinn eða stundum lík laufunum og lengri en bikarinn. Blómi 4-5 sm löng, dökkblá, legglaus. Bikarpípan hálfstýfð í endann, 12-15 mm löng, flipar misstórir, uppréttir, stundum eins og tennur eða lauf. Ginleppar stuttir, nærri þverstýfðir. Aldinhýði með legg, nær ekki fram úr krónunni. Fræ með smásætt netmynstur, mjókka til beggja enda.
Uppruni
Fjöll í A Asíu, Japan, Kóreu, Kúríleyjum, Sakhalín.
Heimildir
= jelitto.com/Seed/GOLD+NUGGET+SEED/GENTIANA+triflora+var+japonica+Portion+s.html, flowers.la.coocan.jp/Gentianaceae/gentiana%20triflora%20japonica.htm, Flora of Japan
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð. Vex í raklendi í heimkynnum sínum.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.