Gentiana verna

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
verna
Íslenskt nafn
Vorvöndur
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Vor-sumar.
Hæð
10 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, stönglar uppréttir, stuttir, lengjast eftir blómgun.
Lýsing
Grunnlauf mynda blaðhvirfingar, eru lensulaga, oddbaugótt eða egglaga, jaðrar með vörtutennur nálægt oddinum, snubbótt eða langydd, allt að 1,2 sm x 3-6 mm, legglauf fá, smærri (helmingi styttri).Blóm stök, endastæð, með legg. Bikarpípa allt að 1,5 sm, hyrnd eða með vængi, 3-7 mm breið. Bikarflipar lensulaga, 3-6 mm, langyddir. Króna 1,5-2,5 sm. Pípan hvítleit eða grænblá, krónuflipar bláir. Ginleppar mjög smáir, sýldir. Aldinhýði með legg.
Uppruni
N&M Evrópa, fjöll í Asíu.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Auðfjölgað með skiptingu að vori eða hausti, sáning að hausti, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð.
Reynsla
Hefur dafnað vel í L.A. Harðgerð tegund og töluvert ræktuð hérlendis. Nokkuð breytileg tegund. Villtum plöntum er gjarnan skipt niður í nokkrar undirtegundir en ekki farið nánar út í það hér.
Yrki og undirteg.
'Alba' er með hvít blóm.'Angulosa' er eitt algengast yrkið með löng grunnlauf sem liggja þétt við jörð, bikar með 5 áberandi vængi, skærblá blóm.'Rosea' er með bleik blóm.