Geranium asphodeloides

Ættkvísl
Geranium
Nafn
asphodeloides
Ssp./var
ssp. sintensii
Höfundur undirteg.
(Freyn) PH Davis
Íslenskt nafn
Kirtilblágresi
Ætt
Blágresisætt (Geraniaceae).
Samheiti
Réttara: G. sintenisii Freyn
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, dálitill skuggi.
Blómalitur
Hvítur eða ljós- til dökkbleikur, æðar dökkar.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, jarðstönglar kröftugir, rætur margar.
Lýsing
Laufin skiptast í 5-7 flipa, breiðust ofan við miðju, stöngullauf í pörum. Stönglar kirtilhærðir. Blómskipunin útbreitt, blómin minna á stjörnu, allt að 35 mm í þvermál. Bikarblöð mjó, 8 mm, lítil í samanburði við krónublöðin, oddur allt að 1 mm, krónublöðin þrisvar sinnum lengri en þau eru breið, hvít eða ljós til dökk bleik, æðar dökkar. Frjóþræðir útvíkkaðir við grunninn, fræni allt að 1 mm, rauð. Frævur allt að 3 mm, trjóna allt 19 mm, fræin er skotið burt.
Uppruni
S Evrópa frá Sikiley austur til Írans og Tyrklands.
Harka
8
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, sem undirgróður.
Reynsla
Þrífst vel.