Geranium erianthum

Ættkvísl
Geranium
Nafn
erianthum
Íslenskt nafn
Frerablágresi
Ætt
Blágresisætt (Geraniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Föl til dökk bláfjólublár.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
30-50 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 50 sm há, jarðstönglar þéttir. Stönglar með aðlæg kirtlalaus hár neðantil.
Lýsing
Laufin fá haustliti, grunnlauf 5-20 sm breið, 7 eða 9 djúpskipt, flipar hvassyddir og tennir. Efri laufinum með 5 eða 7 mjórri flipa, æðastrengir hærðir neðan. Neðri laufin með legg, þau efri legglaus. Blómskipunin þétt, sveiplík, blómin flöt (ekki álút), 25 mm í þvermál. Bikarblöð allt að 16 mm eða meir, næstum þríhyrnd, föl- til dökk-blá fjólublá, æðar dökkar báðu megin við grunninn. Krónublöð 7-10 mm, frjóþræðir svarfjólubláir, grunnur hvítur. Frjóhnappar djúp purpura, trjóna allt að 28 mm, stílar 7 mm. Fræjum slöngvað/varpað burt.
Uppruni
Alaska, Kanada, Síbería, Japan
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Í beð, í steinhæðir, sem undirgróður.
Reynsla
Harðgerð jurt, blómviljug og auðræktuð tegund (H. Sig.)