Geranium farreri

Ættkvísl
Geranium
Nafn
farreri
Íslenskt nafn
Kínablágresi
Ætt
Blágresisætt (Geraniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljós bleik-blápurpura.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
-12 sm
Vaxtarlag
Dvergvaxin fjölær fjallajurt, allt að 12 sm há. Jarðstönglar litlir, stólparótin skiptir sér og myndar nýjar plöntur.
Lýsing
Stönglar dálítið útafliggjandi eða uppréttir, laufleggir og jaðrar laufa rauðir. Grunnlauf 5 sm breið, útlínur kringlóttar eða nýrlaga, djýp skipt í 7 flipa, þrísepótta í oddinn, sepaoddar snubbóttir til hvassyddir, jaðrar lítið eitt hvasstenntir, stöngullauf minni, mjókka ofan við miðju, öll laufin í um sömu hæð þar sem efri laufleggirnir eru styttri en hinir. Blómin 35 mm í þvermál, blómskipunarleggir 4 sm, blómleggir 22 mm. Bikarblöð 9 mm, oddur allt að 1 mm. Krónublöð 15x15 mm kringlótt, ljós bleik-blápurpura, jaðrar bylgjaðir. Frjóþræðir 11 mm, hárlausir. Frjóhnappar blá-svartir. Fræni 1,5 mm, bleikt. Ung aldin lárétt á niðurstæðum blómleggjum, trjóna 23 mm. Fræjim slöngvað burt.
Uppruni
V Kína (Gansu).
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning (sáir sér nokkuð sjálf).
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð (á skýlda staði).
Reynsla
Meðalharðgerð, gullfalleg tegund, en oft fremur skammlíf. Myndirnar teknar í Grasagarði Reykjavíkur.