Geranium nodosum

Ættkvísl
Geranium
Nafn
nodosum
Íslenskt nafn
Hnútablágresi
Ætt
Blágresisætt (Geraniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Skær purpurableikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
30-50 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með langa jarðstöngla. Stönglar allt að 50 sm háir.
Lýsing
Lauf með 3 eða 5 flipa, lítið flipótt, jaðrar mistenntir, tennur og flipar hvassydd. Grunnlauf 5-20 sm breið, flipar oddbaugóttir, stöngullauf með 3 lensulaga flipa, dálítið gljáandi og skærgræn ofan, glansandi neðan. Oddar axlablaða mjóir. Blómskipunin útbreidd, blómin upprétt, trektlaga, 25-30 mm í þvermál. Bikarblöð 8-9 mm, krónublöð augljóslega sýld, 16 mm +, fleyglaga, skær purpura-bleik, æðar fáar, fagurrauð við grunninn, fræflar lengri en bikarblöði. Frjóþræðir hærðir að hluta, hvítir. Frjóhnappar bláir, stíll rauður, fræni hárlaust, rautt, 2 mm. Aldin lárétt þegar þau eru ung, fræjum slöngvað burt.
Uppruni
S Frakkland til Pýreneafjalla, M Ítalíu, M Júgóslavíu.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í blómaengi, í beð, í steinhæðir.
Reynsla
Þrífst vel hérlendis og á skilið meiri útbreiðslu.