Geranium orientalitibeticum

Ættkvísl
Geranium
Nafn
orientalitibeticum
Íslenskt nafn
Tíbetblágresi
Ætt
Blágresisætt (Geraniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
ljósrauður/hvít miðja
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
15-30 sm
Vaxtarlag
Smávaxin fjölær fjallaplanta, lík skriðblágresi (G. pylzowianum) en hærri, allt að 35 sm há, hnýðin stærri, allt að 10 x 5 sm.
Lýsing
Grunnlauf allt að 10 sm breið, skifting laufanna breiðari, marmaramynstruð ljós- og dökkgræn. Blómin minni, 25 mm í þvermál, flöt með skállaga miðju. Krónublöðin dekkri, dökk bleik-purpura, grunnur hvítur og hærður, ekki með nögl. Frjóþræðir allt að 10 mm, stíll 6 mm, fræni allt að 6 mm. Frævur 4 mm.
Uppruni
SV Kína.
Harka
8
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, sem þekjuplanta.
Reynsla
Meðalharðgerð jurt, kemur seint upp á vorin, blómstrar fremur lítið.