Geranium pratense

Ættkvísl
Geranium
Nafn
pratense
Íslenskt nafn
Garðablágresi
Ætt
Blágresisætt (Geraniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Blá-fjólublár.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
70-120 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 120 sm há. Jarðstönglar þéttir.
Lýsing
Grunnlauf allt að 20 sm breið, skipt í 7-9 mjóa flipa, fjaðurskipta, separ beinast út á við, allt að 10 mm breiðir við grunninn, jaðrar með hvassar eða snubbóttar tennur, aðlæg hár á efra borði, æðatrengir á neðra borði hærðir, laufleggur hærður. Stöngullauf smærri, með styttri legg, djúpgræn. Blómskipunin þétt, blómskipunarleggir allt að 10 sm, blómin skállaga. Bikarblöð allt að 12 mm, mjókka í oddinn, oddurinn allt að 3,5 mm. Krónublöð allt að 22 mm, bogadregin í oddinn, bláfjólublá til hvít, æðar stundum bleikar, fræflar lengri en bikarblöðin. Frjóþræðir dökkbleikir, hærðir við grunninn, frjóhnappar dökkir. Ung aldin og blómleggir baksveigðir, trjóna allt að 30 mm, frævur allt að 5 mm, fræjum slöngvað burt.
Uppruni
M Asía, NV Himalaja, M, V Evrópa, V Kína.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í beð, í blómaengi.
Reynsla
Harðgerð jurt sem þarf að binda upp.
Yrki og undirteg.
'Albiflorum er með hvít blóm. 'Galactic' allt að 75 sm há, blómskipunin með flatan topp, krónublöðin hvít með gagnsæar æðar, skarast. 'Mrs. Kendall Clark' blómin ljós gráfjólublá með ljósar, gagnsæar æðar.'Plenum Coeruleum' blómin smá, fyllt, ljós blá-purpura. 'Silver Queen' hávaxin jurt, allt að 130 sm, blómin stór, hvít með mjög ljósfjólubláa slikju.'Striatum' krónublöðin hvít með fjólubláar rákir og bletti..