Geranium psilostemon

Ættkvísl
Geranium
Nafn
psilostemon
Íslenskt nafn
Armeníublágresi
Ætt
Blágresisætt (Geraniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Rauðrófupurpura.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
-120 sm
Vaxtarlag
Falleg, upprétt fjölær jurt, allt að 120 sm há. Jarðstönglar þéttir.
Lýsing
Efri hluti stöngla, blómskipunarleggir og blómleggir stutthærðir og kirtilhærðir. Grunnlauf stór, allt að 20 sm +, djúp skert, skerðingarnar 7, separ hvassyddir, mjókka til beggja enda, jaðrar hvasstenntir. Stöngullauf 5-skipt, lauf og laufleggir minnka eftir því sem ofar dregur á plöntunni, blöðkurnar hærðar. Blómskipunin upprétt, lotin, blómin upprétt, allt að 35 mm í þvermál, grunn-skállaga, Bikarblöð allt að 9 mm, oddur 3 mm. Krónublöð ögn sýld eða bogadregin í oddinn, rauðrófupurpura, grunnur og æðar svartar, 18 mm. Frjóþræðir og frjóhnappar svartir, fræni 3 mm, djúp purpura-rauð. Ung aldin upprétt, blómleggir dálítið aftursveigðir, trjóna 30 mm, frævur 5 mm, fræjum slöngvað burt.
Uppruni
NA Tyrkland.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í beð. Þarf uppbindingu.
Reynsla
Myndirnar teknar í Grasagarði Reykjavíkur.