Geranium renardii

Ættkvísl
Geranium
Nafn
renardii
Íslenskt nafn
Fölvablágresi
Ætt
Blágresisætt (Geraniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur til fjólublár, æðar fjólubláar.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
15-35 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur sem myndar brúsk, allt að 20 sm hár.
Lýsing
Grunnlauf allt að 10 sm breið, bogadregin, skert að miðju í 5 flipa, tennt, separnir bogadregnir, djúpgrá til ólífugræn ofan, æðar áberandi, tennur og sepaendar snubbóttir, stöngullauf minni, í pörum, laufleggir styttri. Blómskipanir þéttqar, minna á sveip, blómin flöt, bikarblöð 9 mm, oddur 0,5 mm, krónublöð hvít til fölfjólublá, fleyglaga, sýld, allt að 18 x 10 mm, æðar fjólubláar, greinast. Frjóþræðir dökkfjólubláir, grunnur hvítur, frjóhnappar gulir, jaðrar fjólubláir. Fræni 2 mm, brúnrauð. Ung aldin upprétt, blómleggir uppréttir, trjóna 25 mm, frævur 4 mm, fræjum slöngvað burt, trjónuendar detta af þegar fræinu hefur verið slöngvað burt.
Uppruni
Kákasus.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í blómaengi, í beð, í steinhæðir.
Reynsla
Heldur skárri sunnanlands en norðan. Þar sem það hefur verið fremur tregt til að blómgast (HS).
Yrki og undirteg.
'Whiteknights' blómin hvít með föl blálilla grunnlit og dekkri æðar.