Geranium sylvaticum

Ættkvísl
Geranium
Nafn
sylvaticum
Íslenskt nafn
Blágresi, Storkablágresi
Ætt
Blágresisætt (Geraniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Blár, purpurafjólublár eða hvítur eða bleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
40-70 sm
Vaxtarlag
Upprétt, fjölær jurt allt að 70 sm há, kirtilhærð á efri hluta stöngulsins, blómskipunarleggjum, bikarblöðum og trjónu. Jarðstönglar þéttir.
Lýsing
Laufin 5-7 djúpskipt, flipar hvassyddir, fliparnir með sepa, jaðrar hvassyddir. Grunnlauf 10-20 sm breið eða breiðari, með lauflegg. Efri laufblöðin næstum legglauf. Blómskipunin þétt, blómin upprétt, bollalaga allt að 30 mm í þvermál. Bikarblöð allt að 7 mm, oddur 1/5 af lengd bikarblaðanna. Oddar krónublaðanna bogadregnir eða ögn sýldirgrunnur með hár, blá til purpura-fjólublá með hvítan grunn eða hvít eða bleik. Frjóþræðir bleikir. Frjóhnappar bláir. Fræni allt 3 mm, purpura. Ung aldin upprétt á uppréttum leggjum, trjóna allt að 21 mm, frævur 4 mm, fræjum slöngvað burt.
Uppruni
Ísland, Evrópa, N Tyrkland
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í beð, í blómaengi.
Reynsla
Harðgerð jurt, til er afbrigði með bleik blóm og afbrigði með hvít blóm villt í íslenskri náttúru.
Yrki og undirteg.
f. albiflorum A. Blytt. Krónublöðin hvít. f. roseum Murray krónublöðin bleik.v. wanneri Briq. Króna ljósbleik, æðar skærbleikar.