Geranium wlassovianum

Ættkvísl
Geranium
Nafn
wlassovianum
Íslenskt nafn
Æðablágresi
Ætt
Blágresisætt (Geraniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Ljós eða dökk purppurafjólublár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, sem myndar brúsk, allt að 30 sm há, með mjúkt hár, jarðstönglar þéttvaxnir.
Lýsing
Lauf með stuttan legg, grunnlauf allt að 15 sm breið, grunnskert, skipt í 7 flipa, breiðast um miðju, mjókka að oddi aðeins, gróf fjaðurflipótt að oddi, nýrlaga að ummáli, tennur og endar hvassyddir. Stöngullauf minni, 5-skipt, axlablöð stundum samvaxin. Blómskipunin útbreidd, blómskipunarleggir allt að 8 sm. Bikarblöð 12 mm, oddur 2 mm. Krónublöð allt að 22 x 13 mm, breiðust ofan við miðju, oddur bogadreginn, dökk til ljós purpurafjólublá, æðar fjaðurlaga, djúpfjólublá, grunnur hvítur. Fræflar lengri en bikarblöðin, beinast út á við þegar þeir eru fullþroska. Frjóþræðir sverir við grunninn, purpura-fjólubláir, grunnur ljósari. Stíll 10 mm, fræni 3,5 mm, dökkrautt eða bleikt. Ung aldin upprétt, blómleggir baksveigðir eða útstæðir, trjóna 24 mm, frævur 4,5 mm, fræjum er slöngvað burt.
Uppruni
Síbería, Mongólía, A USSR, N Kína.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, sem undirgróður.