Geranium x oxonianum

Ættkvísl
Geranium
Nafn
x oxonianum
Yrki form
'Claridge Droce'
Íslenskt nafn
Skrautblágresi
Ætt
Blágresisætt (Geraniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Rauðbleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
80 sm
Vaxtarlag
Blendingur haustblágresis (G. endressii) og grikkjablágresi* (G. versicolor). Þetta er fFrjó, laufótt jurt, allt að 80 sm há.
Lýsing
Laufin lík og á Geranium versicolor, en með dýpri sepa en á haustblágresi (G. endressii), 5-20 sm breið, dálítið hrukkótt, með dáítið af brúnum blettum. Blómin trektlaga, allt að 40 mm í þvermál, Bikarblöð allt að 11 mm. Krónublöð bleik, sýld, æðar með oftast með dýpri lit, netæðótt, allt að 26 x 15 mm. Fræum slöngvað burt.
Uppruni
Yrki.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Í beð, sem undirgróður.
Yrki og undirteg.
'Claridge Druce' er kröftug, hærð, hávaxin jurt, laufin dökkgræn, dálítið glansandi. Blóm trompetlaga. Krónublöð rauð-bleik með dekkri æðum, neðsti hluti æðanna lýsist með aldrinum.