Geum reptans

Ættkvísl
Geum
Nafn
reptans
Íslenskt nafn
Skriðdalafífill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Jarðstönglar sverir, enda í jarðrenglum með blaðhvirfingu.
Lýsing
Grunnlauf fjöðruð, flipar djúpskertir. Blómstönglar allt að 15 sm. Blóm allt að 4 sm í þvermál, skærgul, oftast stök. Fræhnetur margar, stíll allt að 2,5 sm, eins og fjöður þegar fræin eru fullþroska.
Uppruni
Alpa-, Karpatafjöll og fjöll Balkanskaga.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, með hliðarrenglum. - Skipta þarf reglulega.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta.
Reynsla
Þrífst vel í Lystigarðinum.Harðgerð, eftirsóknarverð steinhæðarplanta (H.Sig.)