Glyceria maxima

Ættkvísl
Glyceria
Nafn
maxima
Íslenskt nafn
Fenjapuntur
Ætt
Grasaætt (Poaceae).
Lífsform
Fjölært gras.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gullleitur
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
100-150 sm
Vaxtarlag
Fjölært gras, allt að 250 sm hátt. Jarðstönglar kröftugir, skriðulir.
Lýsing
Stönglar uppréttir, myndar stórar breiður, slétt, og hárlaus við toppinn. Laufin tígulstrengjótt, blaðkan með brúna bletti þar sem slíðrið og blaðkan skiljast, blaðkan hvassydd, 30-60 x 2 sm, með langan kjöl eftir miðjunni, slíður skiptast, slíðurhimnan snögg-odddregin. Blómin í gisnum til þéttum, breið-egglaga til aflöngum, greinamörgum punti, allt að 45 sm, oft með purpura slikju. Smáöx 4-10 blóma, aflöng, allt að 10 x 3 mm, neðri blómögn snubbótt, allt að 5 mm, fræflar 3.
Uppruni
Tempraði hluti Evrasíu.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Lækjar og tjarnarbakka í stórum almenningsgörðum, í sumarbústaðaland.
Reynsla
Verður allt að 250 sm að hæð í heimkynnum sínum en mun lægra hérlendis. Er ekki í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
v. variegata (syn.: 'Variegata') er lægri jurt og með röndótt, mun breiðari blöð.