Gypsophila cerastoides

Ættkvísl
Gypsophila
Nafn
cerastoides
Íslenskt nafn
Steinaslæða
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur eða lilla með bleikum æðum.
Blómgunartími
Maí-Júlí.
Hæð
5-7 sm
Vaxtarlag
Útbreidd, fjölær jurt með grá hár, myndar breiður, minnir í útliti á músareyra (Cerastium), en auðveldlega aðgreind á 2 (ekki 5 stílum).
Lýsing
Neðstu laufin eru spaðalaga, með langan legg, efri laufin öfugegglaga, næstum legglaus. Blómin allt að 2 sm í þvermál, í gisnum hálfsveip. Krónublöð hvít eða lilla-lit með bleikar æðar.
Uppruni
Himalaja.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur, í beð.
Reynsla
Meðalharðgerð jurt, lítt reynd hérlendis.