Halimodendron halimodendron

Ættkvísl
Halimodendron
Nafn
halimodendron
Íslenskt nafn
Marbúski
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól (- hálfskuggi).
Blómalitur
Föl purpuralit.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
1,5-2 m
Vaxtarlag
Þyrnóttur marggreindur runni, silfurdúhærð ung blöð, greinar með grábláum blæ
Lýsing
lauf jafnfjöðruð smáblöð ögugegglaga-öfuglensulaga að 20-35mm x 3-13mm í 2 pörum (stundum 1 eða 3), oft broddydd (blaðstilkar umbr. í Þyrna), blóm úr blaðöxlum, 1-3 blóm saman, blómstilkur að 4cm, föl purpuralit, aldin að 3x0,5cm, flatur belgur, gulur
Uppruni
Evrópa, Tyrkland - M & SV Asía
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar, rótarsprotar.
Notkun/nytjar
Stærri steinhæðir, vel framræst beð, vegkantar.
Reynsla
Hefur reynst vel í garðinum (k 0) A2-C13 frá Vöglum 1985, Þolir afar illa umhleypinga og vætu að vetri til, framræsla verður að vera í fullkomnu lagi, gerir annars ekki miklar kröfur til jarðvegs og því má bæta við að hún er talin mjög saltþolin
Yrki og undirteg.
Halimodendron halimodendron 'Purpureum' með skærbleikari blómum með fjólubláu og hvítu ívafi.