Hedera helix

Ættkvísl
Hedera
Nafn
helix
Íslenskt nafn
Bergflétta
Ætt
Bergfléttuætt (Araliaceae).
Lífsform
Sígrænn klifurrunni
Kjörlendi
Hálfskuggi, skuggi
Blómalitur
Gulgrænn
Blómgunartími
Júlí
Hæð
5-6 m
Vaxtarlag
Sígrænn, skriðull eða klifrandi með heftirótum, grannir greindir stofnar, árssprotar og ung blöð geislahærð, hár með 4-14 geisla. Hárin standa í ýmsar áttir út frá yfirborði laufsins.
Lýsing
Laufin stakstæð, 4-10 sm (-15 sm), dökkgræn og leðurkennd, 5 (3-9) sepótt á árssprotum, separ þríhyrndir og endasepinn stærstur, laufin heilrend og bylgjuð með hjartalaga grunn og fölum hvítum æðum eða flekkjum við blaðæðarnar, blaðleggir langir, blöð á eldri greinum/stofnum egglaga eða sporbaugótt, heilrend, létt bylgjuð, bogadregin eða þverstýfð í grunninn, fremur óásjáleg blóm í sveiplíkri blómskipun, fimmdeild, tvíkynja, 1 stíll, með legg, blómstilkar og bikar hvít dúnhærðir-stjarnhærðir, aldin appelsínugult til svart, allt að 9 mm.
Uppruni
Evrópa, Skandinavía, Rússland.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Með vetrar- eða sumargræðlingum og rótarsprotum.
Notkun/nytjar
Klifurplanta á austur- eða norðurveggi húsa, þekjuplanta.
Reynsla
Á fremur erfitt uppdráttar norðanlands en þrífst þó alveg þokkalega á skýldum, skuggsælum stöðum þar sem raki er nægur, verður oft móleit á útmánuðum. Plantan er notuð til að klæða hrufótta veggi - getur orðið mjög gömul.Bæði aðaltegundin og H. helix 'Baltica' eru í ræktun í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
Hedera helix 'Baltica' Rehder - er smágert afbrigði af bergfléttu sem er heldur harðgerðari en aðaltegundin, smáblöðóttari, með gráhvít stjörnuhár sem hafa að jafnaði 8 geisla - er í uppeldi í Lystigarðinum og komin á steyptan vegg.Þar fyrir utan er gríðarlegur fjöldi yrkja í ræktun erlendis sem ekki verða tíunduð hér en án efa eru mörg þeirra þegar í ræktun hérlendis.