Helenium autumnale

Ættkvísl
Helenium
Nafn
autumnale
Íslenskt nafn
Haustmáni
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
September.
Hæð
0.8-1.5m
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 150 sm há, með trefjarætur, stönglar uppréttir, greinóttir, hárlausir eða fín-dúnhæðir.
Lýsing
Lauf allt að 15 x 4 sm, band-lensulaga til oddbaugótt eða egglaga-lensulaga, oftast tennt, legghlaupin, hálf-hárlaus, neðstu laufon oftast skammæ. Karfan allt að 5 sm í þvermál, samsettar í hálfsveip, reifarnar hálfkúlulaga til hnöttótt, geislablómin 10-20, gul til skærgul, verða fljótlega aftursveigð. Aldin dúnhærð, svifhreistur lensulaga, týtan með odd.
Uppruni
N Ameríka.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Harðgerð-meðalharðgerð.
Yrki og undirteg.
'Magnificum' 60 sm há, hreingul blóm, 'Pumilum' 75 sm, gul blóm, 'Rubrum' með dökkrauð blóm.