Helenium hoopesii

Ættkvísl
Helenium
Nafn
hoopesii
Íslenskt nafn
Sumarmáni
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Dökkgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
40-90 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 100 sm há, stönglar fáir eða allmargir, greinóttir ofantil, rákóttir, langhærðir til lóhærðir, verður næstum hárlaus með aldrinum.
Lýsing
Lauf allt að 30 x 7 sm, heilrend, grunnlauf mjó- til breið öfuglensulaga, mjókka að grunni, breið-greipfætt, stöngullauf lensulaga. Körfur 3-8, í strjálum hálfsveip, allt að 8 sm í þvermál, reifar hnöttóttar, geislablóm 13-21, appelsínugul, lítið eitt baksveigð. Aldin með þétt, drapplit hár, sveifhárahreistur breiðlensulaga.
Uppruni
Klettafjöll til Óregon, Kalifornía.
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Harðgerð-meðalharðgerð jurt. Þrífst nokkuð vel norðanlands en mjög vel í Reykjavík.