Helianthemum nummularium

Ættkvísl
Helianthemum
Nafn
nummularium
Íslenskt nafn
Glóauga
Ætt
Sólrósaætt (Cistaceae).
Lífsform
Fjölær hálfrunni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gullgulur, fölgulur, bleikur, hvítur, appelsínugulur.
Blómgunartími
Júní-september.
Hæð
5-50 sm
Vaxtarlag
Greinar jarðlægar eða uppsveigðar.
Lýsing
Lauf 0,5-5 x 0,2-1,5 sm, aflöng til lensulaga, egglaga eða kringlótt, næstum hárlaus eða dúnhærð ofan, grágrænn til gráloðin neðar, jaðrar flatir eða ögn innundnir. Axlablöðin lengri en laufleggurinn, lensulaga til bandlensulaga. Blómskipunin 1-12 blóma kvíslskúfur, blómin 2,5 sm í þvermál, gullgul, fölgul, bleik, hvít eða appelsínugul sjaldan rjómalit.
Uppruni
S Evrópa, L Asía.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning (fræ spírar í birtu), skipting, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í hleðslur.
Reynsla
Meðalharðgerð planta.
Yrki og undirteg.
Fjölmörg yrki í ræktun erlendis sem vert væri að reyna.