Helichrysum plicatum

Ættkvísl
Helichrysum
Nafn
plicatum
Íslenskt nafn
Balkangull
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölærjurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
20-40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt allt að 40 sm há með trékenndan, greinóttan stöngul. Stönglar uppsveigðir eða uppréttir, smádúnhærðir, kirtilhærðir.
Lýsing
Laufin þéttstæð við grunninn og stakstæð, allt að 4 sm, aflöng-spaðalaga, skammæ, neðstu laufin snubbótt, legglaus, stutt legghlaupin. Efri laufin band-lensulaga, ydd eða odddregin, límkennd, kirtilhærð, ullhærð á æðunum á neðra borði, randhærð. Körfur um 8 mm í þvermál í þéttum endastæðum hálfsveipum2-6 sm í þvermál. Reifablöð laus-sköruð, glansandi gul, oft samanbrotin langsum, hárlaus, ytri reifablöðin snubbóttum, innri reifablöðin bandlaga-aflöng, sljóydd, um 3 x lengri en þau ytri. Aldin brún, smá hvít-hnúskótt. bæði stönglar og blöð eru hvítloðin, blómkörfur lítið eitt móleitar áður en Þær springa út aðeins aflangar og egglaga, blöðin lítil band eða striklaga
Uppruni
SA Evrópa.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta.
Reynsla
Fremur viðkvæmt og er oft fremur skammlíft í ræktun hérlendis.