Helictotrichon sempervirens

Ættkvísl
Helictotrichon
Nafn
sempervirens
Íslenskt nafn
Bláhafri
Ætt
Grasaætt (Poaceae).
Lífsform
Fjölært gras.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Sinugulur með purpura blettum.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
80-120 sm
Vaxtarlag
Allt að 120 sm hátt gras. Stönglar uppréttir, stinnir, þýfðir.
Lýsing
Laufblöðkurnar þétt uppundin eða flöt, allt að 22,5 x 0,1-0,3 sm, stinn, bláleit, slíðrin hárlaus, slíðurhimnur smáar. Blómin gisin í opnum punti, allt að 17,5 sm, smáöx allt að 3-blóma, aflöng, allt að 1,5 sm, sinugul með purpur bletti. Frjó smáblóm 2, efri axögn allt að 1 sm, með 1-3 rif, neðri blómögn allt að 1 sm, með hár við grunninn, skörðótt-tennt.
Uppruni
SV Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, við tjarnir og læki, með sígrænum tegunum, sem stakstæð planta.
Yrki og undirteg.
'Saphirsprundel' er meðstálblátt lauf, 'Pendula' er með bogsveigðari punti.