Helleborus argutifolius

Ættkvísl
Helleborus
Nafn
argutifolius
Íslenskt nafn
Hörpurós*
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gulgrænn.
Blómgunartími
Vetur-snemma vors.
Hæð
-120 sm
Vaxtarlag
Hárlaus fjölæringur allt að 180 sm hár, jarðstönglar kröftugir. Stönglar uppréttir eða útstæðir, sívalir, ólífugrænir, verða fljótt hárlausir neðst, deyja þegar fræin hafa þroskast. Laufin eru aðeins stöngullauf, með 3 smálauf, leðurkennd, smálaufin 8-23 x 3,5-6,5 sm, miðlaufið oddbaugótt, reglulegir, hliðarsmálauf hliðskökk, bogadregin á ytri hliðinni, hárlaus, matt ólífu- til grágræn, æðar gráar eða hvítar eða grænar, ljósri á neðra borði, jaðrar gróf þyrnitenntir. Laufleggur langur, lárétt útstæður.
Lýsing
Blómskipun endastæð, upprétt, með mörg blóm. Blómin fölgræn, bolla- eða skállaga, allt að 5 sm í þvermál. Blómhlífarblöðin öll eins, breiðegglaga til oddbaugótt eða hringlótt, hunangskirtlar 10-14, leggstuttir, pípulaga, grænir. Fræflar allt að 2 mm, frævur 3-5, legglausar, samvaxnar við grunninn. Fræhýði allt að 2,5 sm fræ dökkbrún með fölgræn olíukorn.
Uppruni
Korsika, Sardinía.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í beðkanta trjá- og runnabeða. Blómgast um það leyti sem snjóa leysir og frost fer úr jörðu.
Reynsla
Sáð var til plöntunnar 2001 og hún gróðursett í beð 2004, hefur þrifist misvel eftir árum.