Helleborus foetidus

Ættkvísl
Helleborus
Nafn
foetidus
Íslenskt nafn
Kirtiljólarós
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Grænn.
Blómgunartími
Apríl-maí.
Hæð
80 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem verður allt að 80 sm á hæð og 100 sm í þvermál. Jarðstönglar illa þroskaðir, blandaðir stönglinum. Stönglar uppréttir, harðir, sívalir, laufóttir, með hringlaga ör, lifa í tvö ár, græn til purpuralit, deyja þegar fræin hafa þroskast. Öll laufin stöngullauf, leðurkennd, dökkgræn eða grágræn, fingruð, flipar 7-10, mjó-lensulaga eða mjó-oddbaugótt, ydd, mjókka að grunni, allt að 20 x 2 sm, jaðrar gróf-sagtenntir eða næstum heilrendir, laufleggur allt að 20 sm, grænn eða með purpuralitar doppur.
Lýsing
Blómin í endastæðum, allt að 30 sm löngum, blómmörgum kvíslskúf. Blómin álút, græn, oftast með purpuralita slikju efst, bjöllulaga, allt að 2 x 2,5 sm, ilma stundum. Bikarblöð næstum eins, breið-öfugegglaga, þverstýfð. Hunangskirtlar 8-12, leggstuttir, pípulaga, grænir. Fræflar allt að 2 mm, frævur 3, samvaxnar við grunninn. Fræhýði allt að 2,5 sm, fræ dökkbrún, með ljóst olíukorn.Allir hlutar tegundarinnar eru eitraðir og eru eitureinkenni t.d. ógleði, svimi og óráð.
Uppruni
Vog M Evrópa og á Englandi.
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, í kanta á trjá- og runnabeðum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2004 og ein sem sáð var til 2004 og gróðursett í beð 2008. Þrífst vel í garðinum, t.d. í F4-E21 (þar frá 2008). (2014).