Helleborus niger

Ættkvísl
Helleborus
Nafn
niger
Íslenskt nafn
Jólarós
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Sígræn, fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi (sól).
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vetur-vor.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Hárlaus fjölæringur allt að 30 sm hár, oftast 15-30 sm, jarðstöngull gildur, rætur svartar. Laufin grunnlauf sem lifa veturinn af, leðurkennd, dökkgræn, fingruð, flipar 7-9, aflangir eða öfuglensulaga, allt að 20 x 7 sm, ydd eða subbótt, jaðrar tenntir efst, blaðleggir grænir eða með purpuralita bletti, allt að 25 sm langir.
Lýsing
Blómin stök eða 2-3 saman, blómskipunarleggur sterklegur, styttri en eða jafnlangur og laufin, blómin hvít, með græna slikju í miðjunni, fá bleika eða purpuralita slikju með aldrinum, verða appelsínulit-purpura þegar þau sölna, allt að 8 sm í þvermál.Blómhlífarblöð mismunandi í laginu, breiðegglaga eða oddbaugótt eða næstum kringlótt. Hunangskirtlar 12-20, með legg, sveigðir-pípulaga, grænir. Fræflar allt að 2 mm, frævur 5-8, samvaxnar neðst. Fræhýði allt að 2,5 sm, fræin brún með áberandi, ljóst olíukorn.
Uppruni
M Evrópa (Alpafjöll).
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í fjölæringabeð, í kanta á trjá- eða runnabeðum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til 1 planta sem sáð var til 1992 og gróðursett í beð 1995, þrífst vel. Auk þess eru til tvær plöntur sem komu í Lystigarðinn 2003 og voru gróðursettar í beð 2004. Báðar lifa góðu lífi í Lystigarðinum, vaxa og blómstra (2014).
Yrki og undirteg.
Mikill fjöldi yrkja í ræktun erlendis sem vert væri að reyna hér.