Helleborus orientalis

Ættkvísl
Helleborus
Nafn
orientalis
Ssp./var
ssp. orientalis
Íslenskt nafn
Fösturós
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Sígræn, fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi (sól).
Blómalitur
Rjómahvítur, verður purpura-grænn.
Blómgunartími
Vetur-snemma vors.
Hæð
30-45 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur allt að 45 sm hár, jarðstönglar grófir, grunnlauf lifa af veturinn, leðurkennd, djúpgræn fingruð með heilrendan miðflipa, hliðarflipar skiptast í 7-9 oddbaugótta eða öfuglensulaga flipa, allt að 25 x 11 sm, jaðrar gróftenntir. Laufleggir allt að 36 sm, grænir eða með purpura slikju.
Lýsing
Blómskipunin allt að 35 sm, greinótt, blóm 1-4, álút eða vita út á við, skállaga, 6-7 sm í þvermál, hvít til rjómalit eða rjómalit-græn, með purpura slikju eða bleik einkum neðantil eða í miðjunni að lokum græn eða purpuragræn eftir að plantan hefur frjóvgast. Blómahlífarflipar skarast, breiðegglaga eða oddbaugótt, snubbótt eða stutt-odddregin. Hunangskirtlar með legg, breið-trektlaga, grænir. Fræflar allt að 3,5 mm, frævur 4-7, ekki samvaxnar. Fræhýði allt að 2,5 sm. Fræ dökkbrún, eða mattsvört, gárótt. egglaga-lensulaga, tvísagtenntir með hvössum tönnum
Uppruni
NA Grikkland, N & NA Tyrkland, Kákasus.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður í trjá- og runnabeðum, í fjölæringabeð.
Reynsla
Helleborus x hybridus 'Atrorubens' í bók Hólmfríðar Sigurðardóttur er sennilega Helleborus orientalis 'Early Purple' skv. RHS með dökkrauðum blómum. Þetta yrki hefur verið flutt inn af Garðyrkjufélagi Íslands og þá gengið undir nafninu Páskarós.
Yrki og undirteg.
Mikill fjöldi yrkja er í ræktun erlendis sem vert væri að reyna hér.