Helleborus viridis

Ættkvísl
Helleborus
Nafn
viridis
Ssp./var
ssp. viridis
Íslenskt nafn
Kalkjólarós
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi.
Blómalitur
Grænleitur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 40 sm
Vaxtarlag
Dálítið hærður fjölæringur, allt að 40 sm. Jarðstönglar og rætur grófgerðar. Lauf oftast 2, grunnlauf, sumargræn, þunn, glansandi, djúpgræn, fingruð. Laufflipar 7-13, aflöng, lensulaga til mjó-oddbaugóttir, ydd, allt að 10 x 3 sm, dúnhærðir neðan jaðrar sagtenntir. Laufleggir allt að 20 sm, grænir.
Lýsing
Blómskipunin nær upp fyrir laufin, með langar greinar, blómin 2-4, álút, skál-laga eða fremur flöt, allt að 5 sm í þvermál, græn. Blómhlífarblöð misstór, skarast, breið-oddbaugótt eða egglaga, bogadregin eða snubbótt. Hunangskirtlar 9-12, með stuttan legg, trektlaga, græni. Fræflar allt að 2 mm, frævir 3-4, samvaxnar. Fræhýði allt að 18 mm, fræin rákótt.
Uppruni
SA Frakkland, Sviss, N Ítalíu, S Þýskalandi og Austurríki.
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Vex oft í skógarjöðrum og á nærliggjandi engjum.
Reynsla
Er ekki til í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
Helleborus viridis L. subsp. occidentalis (Reut.) Schiffn.Er frábrugðin undirtegundinni ssp. viridis að því leyti að laufin eru ekki eins greinilega fingruð, hárlaus neðan, jaðrar mjög gróftennt-sagtennt. Blómin allt að 4 sm í þvermál. Á Spáni og í Pýrenafjöllum eru blómin þó stærri og bogadregnari og ung lauf eru með koparlitum blæ. Vex villt í Bretlandi, Belgíu, Frakklandi, Spáni og V Þýskalandi við svipuð skilyrði og ssp. viridis.