Hemerocallis lilio-asphodelus

Ættkvísl
Hemerocallis
Nafn
lilio-asphodelus
Íslenskt nafn
Ilmdaglilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær, hnýði.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Ljósgulur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
50-60 sm
Vaxtarlag
Jarðstönglar útbreiddir, rætur stórar. Lauf 50-65 x 1-1,5 sm, sigðalga..
Lýsing
Blómstilkir þéttgreindir ofantil, veiklulegir, uppsveigðir, hærri en laufbrúskurinn. Blóm 8-12, 7-8 sm, ilma, stutt trektlaga, blómhlífarpípa gul, allt að 2,5 sm.
Uppruni
A Asía, Síbería
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í blómaengi, við tjarnir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1982 og gróðursett í beð 1983 og önnur sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2004, báðar þrífst vel.Harðgerð planta, ágæt til afskurðar, er sjaldan skipt. Of mikill áburður dregur úr blómgun (HS).
Yrki og undirteg.
einhver yrki í ræktun t.d. 'Minor'