Hemerocallis minor

Ættkvísl
Hemerocallis
Nafn
minor
Íslenskt nafn
Dvergdaglilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær, hnýði.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Sítrónugulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
- 50 sm
Vaxtarlag
Fjölær planta sem myndar þéttanhnaus. Rætur eru grannar, flestar trefjarætur, stöku sinnum með fáeinar stórar, hnausinn mjög þéttur. Lauf 30-45 sm x 5-9 mm, sigðlaga.
Lýsing
Blómstilkar uppréttir, hærri en laufbrúskurinn, gaffalgreindir eða stuttgreindir ofan til. Blóm 2-5, 5-7 sm, stutt trektlaga, sítrónugul, með brúna slikju á ytra borði, í klösum. Blómhlífarblöð mjó, blómhlífarpípa minna en 2 sm.
Uppruni
Japan, Kína.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, við tjarnir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er ein planta sem sáð var til 1995 og gróðursett í beð 1996 og önnur sem sáð var til 2010 og plantað í beð 2013, þrífast vel.