Hemerocallis thunbergii

Ættkvísl
Hemerocallis
Nafn
thunbergii
Íslenskt nafn
Frostadaglilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær, hnýði.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
60-90(-120) sm
Vaxtarlag
Kröftug planta og þétt í vextinum. Rætur grannar, sívalar, dálítið kjötkenndar og stundum stórar. Lauf 30-60 sm x 5-8 mm, sigðlaga, mjó, dökkgræn.
Lýsing
Blómstilkar uppréttir, stinnir, greinóttir ofantil. Blóm 3-5, 9-11 sm, ilma, stutt trektlaga, gul, í klasa, opnast að morgninum. Blónhlífartrekt allt að 3 sm, blómhlífarblöð mjó.
Uppruni
Kína, Kórea.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, við tjarnir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2002 og gróðursett í beð 2005.