Hepatica nobilis

Ættkvísl
Hepatica
Nafn
nobilis
Íslenskt nafn
Skógarblámi
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
Hepatica triloba Chaix, Anemone hepatica L.
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Purpurablár, hvítur, bleikur, rauður.
Blómgunartími
Apríl eða maí.
Hæð
- 15 sm
Vaxtarlag
Jarðstönglar stuttir. Plöntur allt að 15 sm háar (sjaldan hærri), mjög lítið hærðar. Lauf 3-flipótt, flipar heilrendir, snubbóttir eða bogadregnir, purpuralitir neðan.
Lýsing
Blómin 2,5-3,5 sm í þvermál. Krónublöðin hvít, bleik eða purpurablá.
Uppruni
N Evrópa og austur til Asíu
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning, sáir sér stundum nokkuð út sjálfur.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, sem undirgróður, undir tré og runna.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkrar plöntur frá 1983, þrífast vel og sá sér.Meðalharðgerður, fer stundum illa í vorhretum.--- Ein planta undir nafninu H. nobilis f. pyrenaica sem sáð var til 2010 og gróðursett í beð 2015. Hún er með hvít blóm.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki eru til fremur sjaldgæf: 'Alba' með hvít blóm, Rubra' með rauð blóm, 'Rosea' með bleik blóm. ----- Enn sjaldgæfari og eftirsóknarverðari eru hin ofkrýndu: 'Plena' purpurablá, 'Rubra Plena' rauð og 'Alba Plena'.
Útbreiðsla
Hepatica nobilis 'Plena' kom í Lystigarðinn 2003, þrífst vel.