Hepatica transsylvanica

Ættkvísl
Hepatica
Nafn
transsylvanica
Íslenskt nafn
Kjarrblámi
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
Anemone transsilvanica (Fuss.) Heuffel
Lífsform
Fjölær jurt, sígræn.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljósblár eða hvítleitur.
Blómgunartími
Apríl-mai.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Jarðstönglar langir. Plantan 20-30 sm há. Lauf 3-flipótt (sjaldan 5-flipót), fliparnir með 3-5 breiðar, egglaga tennur, hárlaus neðan og gljáa dálítið þegar þau eru fullvaxin.
Lýsing
Blóm allt að 5 sm í þvermál, krónublöð ljósblá eða hvítleit.
Uppruni
Karpatafjöll í Rúmeníu og Ungverjalandi.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í beðkanta, í kanta trjá- og runnabeða.
Reynsla
Kom sem planta í Lystigarðinn 1999, hefur reynst vel.
Yrki og undirteg.
'Buis' skærblátt, blómsælt og kröftugt yrki.