Heracleum minimum

Ættkvísl
Heracleum
Nafn
minimum
Íslenskt nafn
Smáhvönn
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur til bleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem myndar hnausa eða smáþyrpingar. Stönglar eru 20-30 sm háir. Lauf 2-fjaðurskipt til (stundum) 2 x skipt í þrennt, hver hluti skiptist aftur, hárlaus. Engin stoðblöð.
Lýsing
Sveipir allt að 6 sm eða breiðari. Geislar 3-6. Reifablöð oftast engin. Krónublöð hvít eða bleik. Aldin 8-10 x 6-8,5 mm, breiðoddbaugótt til næstum hnöttótt.
Uppruni
SA Frakkland.
Heimildir
= 2
Fjölgun
Sáning að vorinu eða skipting að vorinu.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
'Roseum' er með bleik blóm.