Heracleum pubescens

Ættkvísl
Heracleum
Nafn
pubescens
Íslenskt nafn
Uxahvönn
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Tvíær eða fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
- 80 sm
Vaxtarlag
Tvíærar eða fjölærar jurtir, allt að 80 sm háar, með 2-3 hluta, neðstu laufin leggstutt, fjaðurskipt í aflanga langydda flipa, sagtennt og sem eru hárlausir ofan og dúnhærðir neðan.
Lýsing
Sveipir allt að 12 sm í þvermál. Geislar 18-20 talsins, reifablöð fá. Blómin hvít, ytri krónublöð gagnstæð. Aldin 13-14 mm, klofaldin, dálítið randhærð.
Uppruni
Rússland.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Ekki til í Lystigarðinum (2015).
Yrki og undirteg.
v. wilhelmsii Boiss. -- Sveipir allt að 40 sm í þvermál. Aldin 10-13 mm, klofaldin með bogin broddhár. Heimkynni: Kákasus.