Heracleum roseum

Ættkvísl
Heracleum
Nafn
roseum
Íslenskt nafn
Roðahvönn
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur til bleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
30-45 sm
Vaxtarlag
Öll laufin egglaga-lensulaga, flipar sagtennir, sveipir með geislum. Rótin löng stólparót. Stöngullinn uppréttur 30-45 sm hár, kantaður, gáróttur með mikið af stinnum, gagnsæjum hárum neðst, minna hærðir efst. Greinar sveipsins stakstæðar. Smálaufin oftast stakfjöðruð, jafn löng og blómstilkurinn, 3 stakir flipar. Laufin með þrístæða flipa. Slíður stinnhærð, aflöng, rákótt með langt hár. Flipar breytilegir, egglaga, lensulaga, stinnhærðir, hvass sagtenntir. Efstu laufin bandlensulaga, langydd oft með langa flipa, fagurgræn ofan með strjála hæringu, fölgræn neðan og oft gráloðin
Lýsing
Geislar sveipsins 8-15, dúnhærðir. Reifablöð skammlíf. Smáreifar stuttar oftast fáar, visna fljótt. Blómin öll hvít áður en þau springa út, verða bleik. Hunangskirtlar breiðir, kylfulaga.
Uppruni
Azerbaijan.
Heimildir
Systema Vegetabilium Volum 6, https://books.googæe.is/books?id=MIjIAAAAAYAAJ&pg=PA574&Ipg=PA574&dq=Heracleum+roseum+description&sourc, https://www.genesys-pgr.org/es/explorer?filter=%7B
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Ekki til í Lystigarðinum 2015, en hefur verið það.