Heracleum sphondylium

Ættkvísl
Heracleum
Nafn
sphondylium
Íslenskt nafn
Hrossahvönn
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Tvíær eða fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur til fölgrængulur eða bleikmengaður.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
80-250 sm
Vaxtarhraði
Vex hratt.
Vaxtarlag
Tvíær eða fjölær jurt, allt að 250 sm há. Stönglar rákóttir, hárlausir til stinnhærðir. Lauf heil eða handskipt, flipótt til fjöðruð í 5 hluta, bog- eða sagtennt, hárlaus til lítið eitt dúnhærð ofan, dúnhærð til stinnhærð neðan.
Lýsing
Sveipir allt að 20 sm í þvermál, geislar 20-50 talsins. Reifablöð bandlaga, blóm hvít til fölgrængul eða bleikmenguð. Aldin 7-10 mm.
Uppruni
Evrópa, Asía, N-Bandaríkin.
Sjúkdómar
Engir.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í skrautblómabeð, við tjarnir og læki, í skógarbotn.
Reynsla
Hrossahvönn (H. sphondylium ss. sibiricum) er til í Lystigarðinum, ein planta sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 2004, þrífst vel. -------Er algengasta hvannartegundin í Evrópu, og mjög breytileg.
Yrki og undirteg.
ssp. montanum (Schleich. ex Gaudin) Briq. -- Neðstu laufin 3-skipt, flipar egglaga, hvítlóhærðir neðan. Sveipir með 12-25 geisla. Blómin hvít, ytri krónublöðin geislastæð. -- Heimkynni: M & S Evrópa, A-Rússland, Bandaríkin.--------------------------------------------------------------------ssp. sibiricum (L.) Simonkai ---- Neðstu laufin fjaðurskipt, flipar 5-7 talsins, oft fjaðurflipóttir, dúnhærðir til stinnhærðir neðst. Blómin grænhvít, ytri krónublöðin oft EKKI geislastæð. -- Heimkynni: NA til M Evrópa. ---------------------------------ssp. pyrenaicum (La.) Bonnier & Layens. --- Stönglar dúnhærðir. Lauf óskipt, flipar 5-7, dúnhærðir til hvítlóhærðir á neðra borði. Sveipir með 12-45 geisla, blómin hvít, ytri krónublöð geislastæð. --- Heimkynni: Pýreneafjöll, Alpar, fjöll á Balkanskaga.