Heteropappus altaicus

Ættkvísl
Heteropappus
Nafn
altaicus
Íslenskt nafn
Altaístjarna
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Purpura eða hvítur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
- 35 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 35 sm há.
Lýsing
Grunnlauf allt að 10 x 3 sm, lensulaga til aflöng, visna við þroskann. Stöngullauf allt að 5 x 2 sm, band-lensulaga til spaðalaga. Geislasmáblómin purpura eða hvít.
Uppruni
Íran til Himalaja.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum, í kanta.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.