Heuchera americana

Ættkvísl
Heuchera
Nafn
americana
Íslenskt nafn
Vínlandsroði
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Kóralbleikur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
40-50 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 70 sm há.
Lýsing
Lauf 3,5-11 sm, breið egglaga-hjartalaga, flipar bogadregnir til þríhyrndir, grænir með hvítar flikrur, dúnhærð ofan , hálaus neðan. Blómskipunin gisin, blómin nokkuð óregluleg, bikar 3-7 mm, flipar 1-2,5 mm, bogadregnir, uppréttir. Krónublöð 1-4x1 mm. Fræflar 3-5 mm, standa út úr blóminu. Fræhýðið 4-10 mm, stílar langæir.
Uppruni
N Ameríka.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í beð, í steinhæðir, í blómaengi.
Reynsla
Harðgerð planta, gróskumikil, skipta þarf oft. Ágæt til afskurðar, sáir sér dálítið.
Yrki og undirteg.
'Purpurea' laufin með purpura flikrur neðan.