Heuchera micrantha

Ættkvísl
Heuchera
Nafn
micrantha
Íslenskt nafn
Klettaroði
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikur, hvítur, grænn.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 60 sm
Vaxtarlag
Líkur H. glabra en stönglar og laufleggir eru hvít-langhærðir við grunninn, lauf grunn-flipótt.
Lýsing
Laufin eru flipótt og oftast þakin kirtilhárum. Þau eru græn til rauðgræn eða purpuragræn og geta verið með mjög langa, kirtildoppótta leggi. Plantan myndar upprétta blómskipun allt að 100 sm háa, með marga klasa af bleikum, hvítum, grænleitum blómum. Hvert hvelft blómið er með kjötkennda, hærða flipa með smá krónublöð og fræfla og fræni sem ná út úr blóminu.
Uppruni
Yrki.
Harka
5
Heimildir
= 1, https://en.wikipedia.org/wiki/Heuchera_micrantha
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð með fjölærum jurtum, sem undirgróður.
Reynsla
Klettaroði (H. micrantha 'Palace Purple') hefur verið lengi í ræktun og hefur þrifist vel.
Yrki og undirteg.
Klettaroði (H. micrantha 'Palace Purple'). Allir hlutar plöntunnar eru með áberandi, djúp glansandi purpura-koparlitir nema örsmáu hvítu blómin.