Hippophaaë rhamnoides

Ættkvísl
Hippophaaë
Nafn
rhamnoides
Höfundur undirteg.
Réttara: Hippophaë rhamnoides
Íslenskt nafn
Hafþyrnir
Ætt
Silfurblaðsætt (Elaeagnaceae).
Samheiti
Elaeagnus rhamnoides (L.) A. Nelson er rétta nafnið samkv. RHS.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, saltþolinn. Þrífst ekki í skugga.
Blómalitur
Grænleitur.
Blómgunartími
Blóm í apríl, fræ fullþroska í september til október.
Hæð
2-5 m hár og 2,5 m breiður.
Vaxtarhraði
Vex meðalhratt.
Vaxtarlag
Þyrnóttur runni, 1-9 m hár, ungar greinar með hreistur í fyrstu, verða seinna mattgrænar og með topp- og hliðarþyrna.
Lýsing
Lauf 1-6 × 0,4-1 sm, mjólensulaga, silfur- til bronslit, öll hreistrug. Karlblóm græn, 4 mm í þvermál, kvenblómin stök eða í stuttum klösum, 1,5 mm í þvermál, koma um leið og fyrstu laufin. Aldin 6-8 mm, appelsínugul, hálfhnöttótt eða egglaga, þekja lauflausar smágreinar að vetrinum, hvert aldin er með eitt, brúnt fræ. Sérbýlisblóm, (hvert blóm er annað hvort kvenkyns eða karlkyns, en aðeins annað kynið er að finna á hverjum runna svo að það verður að rækta bæði karlkyns og kvenkyns plöntur ef fræ á að verða til). Vindfrævun. Plantan frjóvgar sig ekki sjálf.Plantan getur bundið nítur.
Uppruni
Evrópa að Bretlandseyjum meðtöldum, frá Noregi suður og austur til Spánar og Asíu til Japans og Himalaja.
Sjúkdómar
Plöntur af þessari ættkvísl hafa mótstöðu gegn hunangssvepp.
Harka
Z3
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar, haustsáning, sveiggræðsla að hausti.Fræi er sáð að vorinu á sólbjartan stað í sólreit. Fræin spíra oftast fljótt og vel, en 3 mánað forkæling getur bætt spírunina enn frekar. Líka er hægt að sá fræinu strax og það hefur þroskast að haustinu. Dreifplantið smáplöntunum hverri í sinn pott strax og þær eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær og hafið þær áfram í gróðurhúsi fyrsta veturinn. Gróðursetjið plönturnar síðla vors á framtíðarstaðinn. Karlkyns smáplöntur eru með mjög áberandi axlabrum að vorinu en kvenkyns smáplöntur eru ‚hreinar og sléttar á þessum tíma. Sumargræðlingar teknir í júlí eru settir í sólreit, rætast treglega. Þetta er auðveldasta aðferðin til að fjölga runnanum kynlaust. Græðlingar sem eru teknir að haustinu, rætast treglega. Það ætti að taka græðlingana í lok haustsins eða mjög snemma vors áður en brumin springa út. Geymið græðlingana í sandi og mómold fram í apríl, sníðið 7-9 sm langa stilka og plantið þeim undir plast með undirhita. Þeir ættu að rætast á styttri tíma en 2 mánuðum og hægt er að planta þeim á framtíðar staðinn næsta haust (erlendis). Rótarskotum er hægt að skipta að vetrinum. Þeim er hægt að planta beint á framtíðarstaðinn og oftast skjóta þeir fljótt og vel rótum. Sveiggræðsla fer fram að haustinu.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í steinhæðir, sem stakstæður runni, til uppgræðslu.Þrífst vel í alls konar jarvegi, líka þeim allra magrasta svo lengi sem plönturnar ofþorna ekki. Vaxa vel í vatni og fremur blautum jarðvegi. Plöntur sem eru búnar að koma sér vel fyrir þola þurrk mjög vel. Þarf sólríkan vaxtarstað, kímplöntur drepast í skugga og vel þroskaðir runnar deyja fljótt ef þeir lenda í skugga undir hávöxnum plöntum. Þrífst vel í mjög sendnum jarðvegi. Þrífst mjög vel við sjóinn. Plönturnar vaxa fremur hægt. Þótt hafþyrninn sé oftast að finna með ströndum fram í náttúrunni, þrífst hann vel inni í landi og þolir allt að -25°C. Mjög skrautleg planta, er stöku sinnum ræktaður, einkum í N-Evrópu vegna ætra aldinanna og til eru nokkur yrki undir nafni. ´Leikora er form með mikið af aldinum, ræktað vegna skrautgildisins. Einstaklingar af þessari ætkvísl hljóta verulega athygli gróðrarstöðva vegna næringarríkra aldina sinna, sem geta bætt almenna heilsu.Þessi tegund er í samlífi með jarðvegsgerlum. Þessir gerlar mynda hnúða á rótunum sem binda nítur úr andrúmsloftinu. Sumt af þessu nítri notar plantan sjálf, en sumt nota plöntur sem vaxa í nágrenninu. Plonturnar mynda mikið af rótarskotum, einkum þegar þær vaxa í sendnum jarðvegi.Sérbýli. Það þarf að rækta karl- og kvenplöntur saman ef fræ á að verða til. Það er ekki hægt að greina hvort kynið er áður en blómin springa út, en á blómstrandi plöntum eru brum karlplantna keilulaga að vetrinum og áberandi, en kvenblómin eru smærri og hnöttótt. Aldin eru æt bæði hrá og soðin. Mjög auðug af C-vítamíni (120 mg per 100 g) og A-vítamíni, þau eru of súr fyrir smekk flestra þegar þau eru hrá. Notuð til að búa til safa, sem inniheldur mikið af vítamínum og er keimgóður. Það hefur aukist að aldinin séu notuð í ávaxtasafa, einkum ef þeim er blandað saman við aðra ávexti, vegna þess hve heilsubætandi þau eru. Aldin sumra tegunda og yrkja (ekki tekið fram hverra) innihalda allt að 9,2% olíu. Aldinin eru mörg, sitja eftir endilöngum greinunum og eru um 5-8 mm í þvermál. Aldinin eru ekki eins súr eftir frost eða suðu. Aldinin þroskast frá síðari hluta september og hanga oftast allan veturinn á plöntunni, ef þau eru ekki étin af fuglum. Best er að nota aldinin fyrir frost þar sem bragð og gæði þeirra versna fljótt við frostið.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkrir runnar, misgamlir, sumir mjög fallegir. Þrífast vel. Þolir vel sjávarloft og seltu, er vindþolinn og nægjusamur.