Holodiscus discolor

Ættkvísl
Holodiscus
Nafn
discolor
Íslenskt nafn
Rjómaviður
Ætt
Rosaceae (Rósaættin).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól (-hálfskuggi) og skjól.
Blómalitur
Rjómahvítur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
2-3 m
Vaxtarhraði
Fremur hraðvaxta.
Vaxtarlag
Lauffellandi runni allt að 5 m hár í heimkynnum sínum, mjög greinóttur. Stofnar uppréttir, brúnir eða grábrúnir, greinar grannar, oft bogsveigðar.
Lýsing
Laufin allt að 9 x 7,5 sm, egglaga, snubbótt, þverstýfð eða breið-fleyglaga við grunninn, með 4-8 grunna flipa, flipar bogtenntir, hárlausir og dálítið hrukkóttir á efra borði, hvít-lóhærðir á neðra borði. Laufleggurinn allt að 16 mm. Blómin rjómahvít, lítil, í 30 sm löngum fjaðurlíkum skúfi. Blómskipunarleggir og bikarar ullhærðir. Aldin ullhærð.
Uppruni
NV Ameríka.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, græðlingar, en aðallega fjölgað með sveiggræðslu.
Notkun/nytjar
Hefur verið notaður til margra hluta í gegn um tíðina. Viðurinn er þekktur fyrir styrk sinn og hentaði því vel í örvar og spjót. Einnig var viðurinn og börkur notaður í ýmiskonar tól og húsgögn, jafnvel nagla.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2013, en þrífst vel í Gasagarði Reykjavíkur.