Horminum pyrenaicum

Ættkvísl
Horminum
Nafn
pyrenaicum
Íslenskt nafn
Drekagin (baskablóm)
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fjólublár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
30-45 sm
Vaxtarlag
Ein tegund er til í þessari ættkvísl. Fjölær jurt, allt að 45 sm há.
Lýsing
Jarðstönglar láréttir, stönglar uppréttir, ferhyrndir, trjákenndir við grunninn. Lauf allt að 7 x 5 sm, í grunnlaufahvirfingu, egglaga, hjartalaga við grunninn, bogtennt-sagtennt, með lauflegg. Blómskipunin samsett úr axlastæðum krönsum, stoðblöð allt að 11 mm, randhærð. Bikar pípulaga-bjöllulaga, 13-tauga, tvívara, neðri vörin 2-flipótt, efri vörin 3-tennt. Krónan fjólublá, tvívara, efri vörin upprétt, neðri vörin 3-flipótt, miðflipinn sýldur.
Uppruni
Pyrenea- og Alpafjöll
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðkanta.
Reynsla
Hefur lifað lengi í Lystigarðinum og þrífst vel.
Yrki og undirteg.
'Album', 'Grandiflorum' og 'Roseum' eru dæmi um yrki.