Hosta kikutii

Ættkvísl
Hosta
Nafn
kikutii
Íslenskt nafn
Haustbrúska
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi, dálítill skuggi.
Blómalitur
Hvítur, beinhvítur.
Blómgunartími
Síðsumars.
Hæð
35-45 sm
Vaxtarhraði
Meðalvaxtarhraði.
Vaxtarlag
Fjölæringur, breytilegur í vextinum, myndar gisna þúfu, allt að 22 x 30 sm. Laufin egg-lenslaga, bogsveigð, langydd, grunnur mjóhjartalaga, mött eða glansandi milligrænn ofan, gljáandi neðan, með 7-10 æðapör, þétt saman, djúpgreyptar. Laufleggir styttri en laufblaðkan, greyptir, grænir með purpura doppur við grunninn.
Lýsing
Blómskipunarleggurinn nær upp fyrir laufbrúskinn, hallandi, með laufkennd stoðblöð og neðstu stoðblöðin eru stærst, mjóydd, lykja þétt um blómskipunina, þannig fæst samanburðurinn við trönuhöfuð og háls. Efstu stoðblöðin bátlaga, með purpuraslikju, blómleggir langir með bleikpurpura slikju. Blómin eru hvít eða beinhvít, stundum með mjög óljósa purpuralita slikju, 4,5 sm löng, trektlaga, krónutungurnar útstæðar, fræflarnir ná út úr blóminu, frjóhnappar purpurabláir.
Uppruni
Japan.
Heimildir
1, davesgarden.com/guides/pf/go/58554/#b, www.hostamill.be/ENG/ENGSpecies/ENGHGSpKikutii.htm, www.finegardening.com/japanise-rock-hosta-hosta-kikutii-hillbilly-blues, encyclopedia.alpinrgardensociety.net/plants/Hosta/kikutii
Fjölgun
Sáning, skipting síðsumars eða snemma vors.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í steinhæðir, sem undirgróður í skóglendi.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 2007, gróðursett í beð 2010.