Hosta longissima

Ættkvísl
Hosta
Nafn
longissima
Íslenskt nafn
Mýrabrúska
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
H. lancifolia (Thunberg) Engler var. longifolia Honda, H. lanceolata ógilt.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Fölrauðleitur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 22 sm
Vaxtarlag
Fjölæringar sem mynda þétta brúska með löng, græn lauf.
Lýsing
Laufleggir allt að 22 sm, grunnt greyptir, ekki með bletti, en með mjóa vængi. Blaðkan allt að 20 x 4 sm, mjó-oddbaugótt til aflöng, ydd, mjókkar smám saman að grunni, mjó-legghlaupin, dálítið leðurkennd, slétt, milligræn til dökkgræn, mött ofan en nokkuð glansandi neðan með 3-4 pör af æðum. Blómstönglar allt að 55 sm, miklu lengri en laufin, uppréttir, grannir með fáblóm, stoðblöð glansandi, græn, íhvolf. Blóm um 3,3 sm, trektlaga, fölrauðleit.
Uppruni
A Asia - Japan.
Heimildir
2, www.pfaf.org/user/Plant aspx?LatinName=Hosta+longissima
Fjölgun
Sáning, skipting síðsumars eða snemma vors.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Gömul í Lystigarðinum, þrífst vel.