Hosta rectifolia

Ættkvísl
Hosta
Nafn
rectifolia
Íslenskt nafn
Eyjabrúska
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi, dálítill skuggi.
Blómalitur
Fjólublár.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
70-80 sm
Vaxtarlag
Kröftugur fjölæringur sem myndar meðalstóra til stór brúska, jarðstönglar dálítið skriðulir. Lauf 15-23 x 5 sm, egglaga-oddbaugótt, upprétt, dálítið uppvafin, stutt-odddregin, mjókka að grunni, jaðar flatur, dauf milligræn beggja vegna, með 6-9 taugapör. Laufleggur allt að 50 sm, grunngreyptur, með breiða vængi og enga bletti.
Lýsing
Blómleggur 60-75 sm, sívalur, sterklegur með allmörg laufkennd stoðblöð á efri hlutanum. Stoðblöð blóma bátlaga, græn með purpura rákir, langæ. Blómin fjólublá með dekkri, fjólubláar rákir að innan verðu, stór, bjöllulaga, upprétt en seinna drúpandi í margblóma klasa, byrja nálægt grunnu blómleggsins. Frjóhnappar aflangir, hvítgulir, jaðrar ljóspurpura.
Uppruni
Japan, Kúrileyjar, Sakhalín.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, við tjarnir og læki, í fjölæringabeð.
Reynsla
Gróskumikil í Grasagarði Reykjavíkur (H. Sig.). Kom sem planta í Lystigarðinn 1999.
Yrki og undirteg.
H. rectifolia f. albiflora með hvít blóm.